Samhæfing meðferðar

Langvinn veikindi eins og krabbamein fela yfirleitt í sér aðkomu þverfaglegs hóp sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar.

Fyrir sjúkling og fjölskyldu hans getur það verið ærin vinna að hafa yfirsýn yfir þetta nýja tengslanet og muna hverjum hver og einn tilheyrir.

Við bjóðum upp á:

  • Að meta þjónustuþörf og samhæfa við þá þjónustu sem er í boði.
  • Að vera tengiliðir við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra þverfaglega aðila sem koma að meðferð einstaklings og fjölskyldu hans.
  • Að sjá um lyfja- eða næringarmeðferðir og pantanir samfara.
  • Að vera tengiliðir og samhæfingaraðilar við stórfjölskyldu og vini sjúklings t.d þegar þarf að styrkja öryggisnet sjúklings.
  • Að panta hjálpartæki, heimshjúkrun, félagsþjónustu eða hvað sem þarf til að sjúklingur geti dvalið á heimili sínu með vaxandi sjúkdóm og einkenni samfara.
  • Að senda beiðnir og umsóknir sem tengjast meðferð sjúklings til viðeigandi stofnanna.

Við ítrekum:

Hjúkrunarfræðingar Karitas hringja í vaktstjóra bráðamóttöku Landspíla fyrir innlögn, gefa upp ástæðu innlagnar og ástand skjólstæðings. Er þetta gert í samráði við starfsfólk bráðamóttöku til að gera viðkomu skjólstæðinga Karitas á bráðamóttöku sem skilvirkasta. Hinsvegar er álag BMT gríðarlegt sem veldur því að biðtími eftir niðurstöðum og innlögn á aðrar deildir verður oft langur og erfiður fyrir veikt fólk.

Hjúkrunarfræðingar Karitas geta ekki fylgt skjólstæðingum sínum inn á spítala eða stofnir. Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki fyrir vitjanir sem farnar eru inn á stofnanir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica