Saga Karitas

Árið 1992 stofnuðu hjúkrunarfræðingarnir Hrund Helgadóttir og Þóra Björg Þórhallsdóttir  Heimastoð í samvinnu við krabbameinslækningadeild Landspítalans. Markmiðið var að mynda brú milli sjúkrahúss og heimilis þannig að aukin samfella myndaðist.

Árið 1994 hætti sú starfsemi formlega og Hjúkrunarþjónustan Karitas hóf starfsemi sem sjálfstætt starfandi hjúkrunarþjónusta fyrir fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma samkvæmt hugmyndafræði WHO um líknarmeðferð. 

Árið 2008 varð Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta að eignahlutafélagi. Eigendur eru hjúkrunarfræðingarnir Ásdís Þórbjarnardóttir, Berglind Víðisdóttir, Bergþóra Jóhannsdóttir og Valgerður Hjartardóttir. 

Árið 2009 var undirritaður þríhliða þjónustusamningur á milli Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu ehf., Sjúkratryggingastofnunar Íslands [SÍ] og Landspítala um sérhæfða heimahjúkrun fyrir sjúklinga með lífshættulega og/eða alvarlega langvinna sjúkdóma. Með þessum samningi var lagður grunnur að því að efla enn frekar sérhæfða heimaþjónustu langveika. Hjúkrunarfæðingar Karitas fengu meðal annars aðgang að sjúkraskráningarkerfi LSH sem eykur samfellu, auðveldar eftilit og meðferð skjólstæðinga Karitas.


Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta

er sólarhringsþjónusta sem veitt er í heimahúsum, með símtölum, tölvusamskiptum og á skrifstofu Karitas.

Lesa meira

Umsókn og borgun þjónustu

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja á skrifstofu Karitas í síma 551 5606 eða í vaktsíma Karitas 770 6050

Lesa meira

Skrifstofa Karitas

Hjúkrunarfræðingar eru við á skrifstofu Karitas virka morgna frá kl. 8:30 – 10:00.

Lesa meira

Samstarfsaðilar Karitas

Læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, prestar, djáknar, félagsráðgjafar, lyfjafræðingar, iðjuþjálfar, lyfjafræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfar...

Lesa meira

Bæklingar Karitas

Hér getur þú skoðað bækling Karitas

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica