Sólblóm

Fjölskyldan og krabbamein

Umsjón Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðingur


Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hefur það áhrif á fjölskylduheildina. Krabbamein getur ógnað tengslum, samskiptum, hlutverkum, valdastöðu og heilindum innan fjölskyldunnar.

Hver fjölskyldumeðlimur sinnir ákveðnu hlutverki innan fjölskyldunnar og veikindi eins og krabbamein hefur þar áhrif. Hvernig fjölskylda tekst á við krabbamein og veikindi fer eftir mörgum þáttum eins og aðlögunargetu, sveigjanleika, þrautseigju, samheldni ofl.

Aðlögunargeta einstaklinga og fjölskyldunnar er margbreytileg en þróast líka með tímanum. Í byrjun getur fjölskyldan upplifað sig brothætta og viðkvæma. Fjölskyldan leitast við að ná jafnvægi og áttum aftur.

Talið er að krabbamein hafi í för með sér viðhorfs- og gildisbreytingu hjá öllum fjölskyldumeðlimum til lífstíðar.


Sjá áhugavert fræðsluefni um fjölskylduna og krabbamein í veftrénu hér til hliðar.


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica