Sólblóm

Nánd og bjargráð

Veikindi geta styrkt og þroskað samband ef gefið er svigrúm fyrir slíkt

Veikindi maka getur bæði styrkt og þroskað sambandið eins og aðrir erfiðleikar í lífinu. Par sem getur tekist á við missi og óvissu saman og hefur svigrúm fyrir slíku í sambandinu, ná að þroska samband sitt og gefa nándinni aðra og meiri merkingu. Þegar par getur útfært reynslu sína af nánd í sambandinu, getur það bætt lífsgæðin og hjálpað hvort öðru að setja til hliðar neikvæðan þátt sjúkdómsins.

Par hefur tækifæri til að forgangsraða upp á nýtt og skoða lífið út frá öðrum forsendum. Þegar veikindi ógnar samlífi pars þá hefur það tækifæri til að kanna aðrar og dýpri leiðir til að kynnast hvort öðru á öðrum forsendum.

Par þarf oft hjálp til að ræða erfiðar tilfinningar sínar, mynda skýr mörk og koma á jafnvægi á annað sambandsform. Það er mikilvægt að geta aðgreint sjúkdóminn frá parasambandinu. Að geta t.d. sleppt umræðu um sjúkdóminn og öllu því sem hann veldur í svefnherberginu eykur möguleikana að halda í rómantíkina.

Par sem getur fundið nánd í víðara samhengi en í formi samfara eingöngu getur frekað sætt sig við og aðlagast kynlífsleysi sambandsins. Ýmis hjálpartæki og lyf eru úrræði sem gagnast mörgun pörum þegar veikindi eru annars vegar. Snerting, strokur og nudd er hægt að viðhalda í nánd para.

Það sem reynist mörgum pörum hjálplegt:

  • Gefa leyfi til að ræða tilfinningar, ótta og breyttar þarfir
  • Gefa tækifæri til að reyna aðrar leiðir og aðferðir sem eru minna orkukrefjandi
  • Skapa rými fyrir nánd þegar vel stendur á eins og eftir hvíld
  • Fara í bað/sturtu saman
  • Skapa stemningu heima fyrir með góðum mat, kertaljósum og tónlist
  • Eyða helginni fyrir utan bæjarmörkin
  • Rifja upp þegar parið kynntist, skoða myndaalbúm, hlæja saman og finna aftur þær tilfinningar sem einu sinni voru hvað sterkastar

Það er ekki nauðsynlegt að hafa hlutina stóra í sniðum til að upplifa eitthvað gott. Litlir hlutir gefa líka góðar minningar og geta vakið von.

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica