Sólblóm

Lífsskrá

Biskupsstofa hefur gefið út bækling sem er lífslokaská sem heitir "Val mitt við lífslok".

Hann er ætlaður fyrir fólk sem vill tjá vilja sinn tengdum andláti og útför. Eftirspurn hefur verið eftir að geta skráð hinsta vilja sinn m.a. til að auðvelda ástvinum hins látna að taka ákvarðanir í þessum aðstæðum.

Bæklingurinn er fáanlegur hjá Þóreyju Dögg Jónsdóttur, djákna og frkvst. Eldriborgararáðs á eldriborgararad@kirkjan.is 

Hann er einnig til í netútgáfu til útprentunar


Umræða við sjúklinga um meðferðarmarkmið

Margir læknar telja að ekki sé viðeigandi að hefja umræðu um meðferðarmarkmið við sjúklinga með langvinna, lífshættulega sjúkdóma snemma í ferlinu.

Rannsóknir hafa þó sýnt að margir sjúklingar óska eftir því að læknar þeirra ræði meðferðaróskir áður en þeir verða of veikir. Þær hafa einnig sýnt jákvæð viðbrögð sjúklinga þegar slíkar umræður fara fram.


Helstu heimildir:

Landspítali (2009) Líknarmeðferð–leiðbeiningar um ákvörðun meðferðar og meðferðarúrræði hjá sjúklingum með lífshættulega og/eða versnandi langvinna sjúkdóma. Klínískar leiðbeiningar. 1. útgáfa desember 2009.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica