Sólblóm

Mýtur og staðreyndir um liknarmeðferð

Mýtur eða goðsagnir um líknarmeðferð eru fjölmargar og staðreyndamiskilningur mikill. Með aukinni umfjöllun eykst þekking á líknarmeðferð sem er mikilvægt fyrir þá fjölmörgu einstaklinga og fjölskyldum þeirra sem þurfa á líknarmeðferð að halda.


Mýta:  Líknarmeðferðarteymi tekur skjólstæðing frá þeim krabbameinslækni sem hefur umsjón  með meðferð hans.

Staðreynd:  Líknarmeðferðarteymi vinna með krabbameins lækni skjólstæðings. Samvinnan felst m.a í að bæta erfið líkamleg-, andleg- og sálfélagsleg sjúkdómseinkenni.  Jafnframt aðstoða þau við að skipuleggja og taka þátt fjölskyldufundum.  Þverfaglegt samstarf stuðlar að auknum lífsgæðum og ánægju skjólstæðings og fjölskyldu hans ásamt því að auka gæði meðferðarsambands.


Mýta: Líknarmeðferðarteymi reynir að fá skjólstæðing til að hætta krabbameinsmeðferð.

Staðreynd: Líknarmeðferðarteymi vinnur með skjólstæði og fjölskyldu hans í að útskýra markmið meðferðar þannig að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um áframhaldandi meðferð.   Sannreynd dæmi sýna að krabbameinssjúklingar sem eru jafnhliða tengd líknarmeðferðarteymi eru líklegri til að ljúka lyfjameðferð.


Mýta: Þegar skjólstæði er ráðlögð líknarmeðferð telur hann að krabbameinslæknirinn hafi gefist upp.

Staðreynd: Skjólstæði sem er vísað til líknarmeðferðarráðgjafa er ánægðari með heildarmeðferð sína, sem og með lækninn sem hefur yfirumsjón með meðferð hans. Skjólstæðingar vilja þverfaglega, samræmda einkennameðferð sem líknarmeðferðin veitir ásamt samræmdum upplýsingum um hvernig umönnun er háttað í veikindum þeirra.


Mýta: Líknarmeðferð er eingöngu fyrir sjúklinga sem eru deyjandi.

Staðreynd: Líknarmeðferð er öflug og sérhæfð meðferð  fyrir sjúklinga með flókna og/eða alvarlega ólæknandi sjúkdóma.


Mýta: Líknarmeðferð þýðir; „að það er ekki hægt að gera neitt meira.“

Staðreynd: Líknarmeðferð er aldrei tilgangslaus. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að lækna undirliggjandi sjúkdóm þá er hægt að beita flóknum meðferðarúrræðum til að meðhöndla sjúkdómseinkenni og bæta lífsgæði sjúklingsins.  Líknarmeðferð er öflug og sérhæfð meðferð hvað varðar einkennameðferð og fjölskyldustuðning.


Mýta: Líknarmeðferð hefst þegar læknandi meðferð lýkur.

Staðreynd: Hægt er að bjóða uppá líknarmeðferð samhliða læknandi meðferð.  Sambland beggja þ.e líknarmeðfeðrar og læknandi meðferðar eykur lífsgæði og meðferðarúrræði. Við lífslok tekur við annarskonar meðferðarform sem miðar að því að veita skjólstæðingi og fjölskyldu hans andlega og líkamlega einkennameðferð.


Mýta: Læknar geta átt það á hættu að verða lögsóttir vegna brota á reglugerðum ef þeir skrifa uppá verkjastillandi og róandi lyf í því magni sem stundum er þörf á, í líknar- og lífslokameðferðum.

Staðreynd: Heilbrigðisyfirvöld viðurkenna mikilvægi góðrar verkjameðferðar.  Of lítil verkjameðferð er talin jafnóviðeigandi og of mikil verkjameðferð. Árið 2004 var tekin upp eftirfarandi stefna af Federation of State Medical Boards í Bandaríkjunum:  „Læknar eiga ekki að óttast refsingu frá heilbrigðisyfirvöldum fyrir að panta, ávísa, afhenda eða gefa lyfseðilsskyld lyf, þar á meðal talin verkjastillandi lyf með ópíóíðum, sem gefin eru í lögmætum læknisfræðilegum tilgangi og í tengslum við faglega starfshætti. Sjúkdómsgreining læknis, ásamt meðferðarmarkmiði, reglubundnu endurmati og samþykki sjúklings hjálpa til við rökstuðning á viðeigandi notkun verkjalyfja."


Mýta:  Gjöf róandi lyfja í líknarmeðferð er hið sama og líknardráp.

Staðreynd:  Í líknarmeðferð eru róandi lyf gefin með því markmiði að lina þjáningar vegna þrálátra líkamlegra sjúkdómseinkenna. Markmiðið er hvorki að flýta né lengja dauða.


Mýta:  Eftir að meðferð er hafin þar sem næring og vökvi eru gefin í æð þá er ólöglegt og/eða siðlaust að hætta henni.

Staðreynd:  Það er enginn lagalegur eða siðferðislegur munur á því að nota ekki tiltekna meðferð og því að hætta meðferð ef meðferðið ber ekki tilætlaðan árangur.  Í vestrænum löndum er næringar- og vökvagjöf í æð talin læknismeðferð sem ber að hætta eins og hvaða annari læknismeðferð sem hefur ekki tilætluð áhrif eða hefur neikvæð áhrif á líðan sjúklingsins.


Mýta:   Þörf er á lögformlegu áliti eða leyfi frá dómstólum til að hægt sé að hætta meðferð.

Staðreynd:  Þegar læknir, hjúkrunarfólk, sjúklingur og fjölskylda eru á einu máli um markmið meðferðar og gera ráð fyrir hvenær hætta skal meðferð þá er engin lagaleg áhætta né þörf á íhlutun dómstóla.

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica