Sólblóm

Krabbameindeildir innan Landspítala

Krabbameinslækningadeild 11E

Krabbameinslækningadeild 11E er fyrir sjúklingar með krabbamein sem þurfa að leggjast inn vegna einkenna sjúkdómsins eða fylgikvilla meðferðarinnar. Lyfja- og geislameðferðir eru aðallega veittar á göngudeildum en alltaf er hluti sjúklinga sem þarf innlagnar við. Á deildinni eru einnig sjúklingar í líknarmeðferð.

Aðsetur: Aðalbygging 1. hæð E álma, Hringbraut.

Símanúmer deildar: 543 6210 / 6212

Heimsóknartímar eru frá kl. 14:00 til kl. 21:00. Hafa ber í huga að veikt fólk þolir illa langar heimsóknir og marga gesti samtímis. Vinsamlegast sýnið öðrum sjúklingum tillitssemi í heimsóknum.

Hjúkrunardeildarstjóri er: Ásthildur Guðjohnsen

Sérfræðingar í krabbameinslækningum:

Agnes Smáradóttir, Ásgerður Sverrisdóttir Gunnar Bjarni Ragnarsson, Helgi Sigurðsson, Jakob Jóhannsson,
Jón Hrafnkellsson, Óskar Þór Jóhannsson, Örvar Gunnarsson.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        


Blóðlækningadeild 11G

Blóðlækningadeild 11G og er með 14 legurými. Á deildinni fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Mikilvægt er að sjúklingar sem hafa þegið meðferð á deildinni hringi á deildina og leiti aðstoðar ef einhver vandamál koma upp heima í tengslum við aukaverkanir meðferðarinnar.

Aðsetur: Aðalbygging 1. hæð G álma, Hringbraut

Símanúmer deildar: 543 6220  hægt er að hringja að nóttu sem degi til að fá upplýsingar um sína nánustu sem liggja inni á deildinni.

Mælt er með því að fjölskyldur velji einn eða tvo tengiliði í fjölskyldunni sem sjá um að afla upplýsinga því oft er mikið álag á símkerfi deildarinnar. Við viljum einnig benda á að sjúklingar og fjölskyldur þeirra geta óskað eftir fjölskyldufundum með læknum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar.

Heimsóknartími gesta á deildinni er frá kl 14-20. Heimsóknir utan þess tíma eru eftir aðstæðum hverju sinni og í samráði við starfsfólk deildarinnar.

Hjúkrunardeildarstjóri er: Kristjana Guðbergsdóttir.

Sérfræðingar í blóðlækningum:
Brynjar Viðarsson, Guðmundur Rúnarsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Sigrún Reydal


Dagdeild blóð- og krabbameinslækningar 11B

Deild 11B tilheyrir lyflækningasviði og er á fyrstu hæð í elsta hluta Landspítala Hringbraut, í C- og B-álmu. Í C-álmu eru móttökustofur lækna og biðstofa, en í B-álmu eru stofur fyrir hjúkrun og meðferðir.

Meginþjónusta deildarinnar er við sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma sem koma í lyfjameðferð, einkenna- og stuðningsmeðferð og eftirlit.

Lögð er áherslu á að sjúklingar og aðstandendur fái góða og örugga þjónustu. Í því felst m.a. að allar upplýsingar séu skýrar. Einnig að sjúklingar og aðstandendur séu virkir þátttakendur þegar ákvarðanir eru teknar um meðferð og hjúkrun og að samskipti séu skýr og opin. Ef eitthvað er óljóst er starfsfólkið alltaf reiðubúið að greiða úr því.

Við komu á deildina þarf að tilkynna sig hjá móttökuritara. Komugjöld miðast við gjaldskrá sem gefin er út af Tryggingastofnun ríkisins og greitt er við brottför af deildinni. Örorku- og ellilífeyrisþegar og þeir sem eru með afsláttarkort greiða lægra gjald. Hægt er að láta senda sér gíróseðil heim, en þá bætist við innheimtukostnaður. Móttökuritarar veita fúslega frekari upplýsingar um kostnað og innheimtu.

Aðsetur: Aðalbygging Hringbraut 1.h. B álma.

Deildin er opin kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga.

Símanúmer deildar eru 543 6130 og 543 6100. Ritarar taka við skilaboðum til hjúkrunarfræðinga og lækna sem hafa svo samband.

Hjúkrunardeildarstjóri: Þórunn Sævarsdóttir

Yfirlæknir lyflækninga krabbameina: Helgi Sigurðsson
Yfirlæknir blóðlækninga: Hlíf Steingrímsdóttir


Kvenlækningadeild 21A

Kenlækningadeild 21A er fjölbreytt 24 rúma deild sem er í senn dag- og legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Lögð er áhersla á nákvæma og einstaklingsmiðaða hjúkrun með góðri eftirfylgd.

Starfrækt er tilvísunarbráðamóttaka kvenna eftir kl. 16:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar og aðra almenna frídaga. Konur sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma í kvenlíffærum eiga greiðan aðgang að deildinni eftir aðgerð og einnig meðan á krabbameinslyfjameðferð stendur. 

Aðsetur: 1. hæð í A-álmu kvennadeildahúss Landspítala við Hringbraut

Deildin er opin alla daga, allan sólarhringinn.

Heimsóknartími:  Kl. 18:30 – 20:00

Símar: Skiptiborð Landspítala 543 1000
Símatími vegna beiðna um innlagnir er þriðjudaga og miðvikudaga milli kl. 9:00 og 15:00 hjá innlagnarstjóra í síma 543 3270.

Hjúkrunardeildarstjóri: Hrund Magnúsdóttir.
Yfirlæknir: Jens A. Guðmundsson.

 


Geisladeild 10 K

Geisladeild 10 K tilheyrir lyflækningasviði. Meginþjónusta deildarinnar er við sjúklinga með krabbamein sem þurfa á geislameðferð að halda.

Aðsetur:  K-bygging Landspítala við Hringbraut. Hægt er að ganga beint inn í K-byggingu frá Barónsstíg.  Einnig er hægt komast á deildina frá báðum aðalinngöngum spítalans. 

Einfaldast er að koma inn á spítalann Eiríksgötumegin ef fólk þarf að nota hjólastól.

Deildin er opin kl. 8:00 - 15.30 alla virka daga.

Símanúmer deildar eru 543 6800 og 543 6801.

Hjúkrunardeildarstjóri: Guðrún Sigurðardóttir.

Yfirlæknir:  Jakob Jóhannsson

Forstöðueðlisfræðingur:  Garðar Mýrdal

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica