Sólblóm

Líknarráðgjafateymi Landspítala

Líknarráðgjafateymið er ráðgefandi teymi sem sinnir öllum deildum LSH. Meginhlutverk líknarteymisins er að gefa ráð um meðferð einkenna, sálfélagslegan stuðning og umönnun einstaklinga sem eru með lífshættulegan, ólæknandi sjúkdóm á hvaða stigi sem er. Ráðgjöfin nær einnig til fjölskyldunnar.

Megin þættir ráðgjafar:

  • Veita ráðgjöf og aðstoð við mat og meðferð líkamlegra einkenna
  • Aðstoða við að sinna sálrænum einkennum sem koma fram í veikindum og sorgarferli
  • Aðstoða við að sinna félagslegum þörfum, t.d. samskiptum innan fjölskyldunnar og almennum félagslegum réttindum 
  • Aðstoða við að sinna andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum.
  • Veita ráðgjöf og aðstoð við og eftir andlát
  • Styðja og aðstoða starfsfólk sem vinnur við umönnun deyjandi sjúklinga  
  • Veita ráðgjöf við útskrift og vera tengiliður við líknardeildir og þjónustu í heimahúsum
  • Standa fyrir og taka þátt í fræðslu til starfsfólks, nemenda og almennings um líknandi meðferð.-
  • Þróa og stuðla að samræmdri notkun leiðbeininga um líknandi meðferð og umönnun deyjandi sjúklinga

Markhópur líknarráðgjafateymis 
Sjúklingar með lífshættulega, ólæknandi sjúkdóma á hvaða sjúkdómsstigi sem er, fjölskyldur þeirra og starfsfólk. Sjúklingar þurfa ekki að vera skráðir í líknandi meðferð. Þeir sem teymið vitjar fá nafnspjald og geta haft samband sjálfir ef þeir óska.

Beiðnir 
Allar fagstéttir geta leitað til teymisins. 

Beiðnir skulu berast starfsmönnum teymisins. Hjúkrunarfræðingur og/eða læknir teymisins meta beiðnina innan sólarhrings. Svör frá teyminu eru bæði munnleg og skráð í Sögukerfið. Teymið hittist á vikulegum fundum.

Starfsmenn líknarráðgjafateymis:
Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknandi hjúkrunarmeðferð, sími 825 5115, arndisjo@landspitali.is 
Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, sími 825 5114, kristinl@landspitali.is

Aðrir meðlimir líknarráðgjafateymis eru:
Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur
Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild
Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga og formaður teymis
Sigurlaug Eyjólfsdóttir, félagsráðgjafi
Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og Heimahlynningar í Kópavogi

Áhersla er lögð á markvissa samvinnu við þá sem vinna að líknarmeðferð


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica