Sólblóm

Almenn hjúkrunarþjónusta

Markmið heimahjúkrunar er að draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma. Styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins ásamt fræðslu, forvörnum og heilsuefling til einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Heimaþjónusta Reykjavíkur

Heimaþjónusta Reykjavíkur er staðsett að Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Sími: 411 9600                                                                                                                                                                                 Netfang: heima@reykjavík.is.


Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH)

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) rekur fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem veitt er samræmd þjónusta

Einnig sér HH um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi .Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna og hælisleitenda, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu auk stoðþjónustu á skrifstofu

Heilsuvera er samstarfsverkefni HH og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.


Sinnum ehf.  Ármúla 9, Rvík.

Helstu þjónustuþættir Sinnum;

  • Almenn og sérhæfð heimaþjónusta til einstaklinga sem vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna þurfa á einhvers konar þjónustu og aðstoð að halda til að búa heima eða við daglegt líf.
  • Barnagæsla til skemmri tíma fyrir ferðamenn.
  • Vinnuprófanir til einstaklinga sem hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma vegna veikinda, atvinnuleysis eða af öðrum ástæðum. Vinnuprófun Sinnum veitir fólki tækifæri til að setja sér raunhæf markmið og prófa sig í vinnu við raunverulegar aðstæður.

Í allri þjónustu Sinnum er rík áhersla er lögð á persónulega, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins í því umhverfi sem hann er í hverju sinni.

Vinnuprófanir eru einnig framkvæmdar á vegum Sinnum. Netfang: vinnuprofanir@sinnum.is

Skrifstofa Sinnum er í Ármúla 9, sími 519-1400, sinnum@sinnum.is.  Skrifstofan er opin alla virka frá kl. 08.00-16.00. 

Sinnum starfrækir neyðarsíma sem er opinn alla virka daga frá kl. 07.00-08.00 og kl.16.00-22.00 og allar helgar frá kl. 07.00-22.00.

Framkvæmastjóri Sinnum er Ragnheiður Björnsdóttir, s.770-2229 ragnheidur@sinnum.is
Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica