Sólblóm

Breytingar verða á líknarheimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. september 2018

Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta og Heimahlynning Landspítala sameinast undir einni líknarheimaþjónustu. Hin nýja þjónusta mun fá nýtt nafn.

Frá og með 1. september 2018 mun Landspítali Háskólasjúkrahús taka yfir sérhæfða líknarheimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu að ósk velferðarráðuneytis.

Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta og Heimahlynning Landspítala munu á sama tíma sameinast undir einni líknarheimaþjónustu.  Hin nýja þjónusta mun fá nýtt nafn.

Frá 1. september verður því aðeins ein líknarheimaþjónusta starfandi á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrir líknareiningu Landspítala í Kópavogi.

Þeir sjúklingar sem þegar hafa þjónustu frá Heimahlynningu Landspítala eða frá Karitas hjúkrunar- og ráðagjafarþjónustu fá áframhaldandi þjónustu í óbreyttu formi.

Í fyrstu má búast við ekki verði hægt að anna eftirspurn vegna nýrra skjólstæðinga en stefnt er að því starfsemin verði komin í fullan rekstur fyrir árslok 2018 og geti þá sinnt um 140-150 sjúklingum  hverju sinni.

 

Valgerður Sigurðardótttir, yfirlæknir líknardeildar og Heimahlynningar Landspítala

Ásdís Ingvarsdóttir, deildarstjóri Heimahlynningar Landspítala

Berglind Víðisdóttir, framkvæmdarstjóri Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu

 

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica