Sólblóm

Karitas gefur út barnabókina „Krabbameinið hennar mömmu“

Karitas hefur gefið út barnabókina „Krabbameinið hennar mömmu“ eftir Valgerði Hjartardóttur. Valgerður er hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún er ein af eigendum Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu og hefur starfað þar um árabil.

Krabbameinið hennar mömmu er afrakstur meistararitgerðar Valgerðar en hún nam fjölskyldumeðferð við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 2012. Valgerður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir framúrskarandi meistararitgerð.

Krabbamein er fjölbreyttur og víðtækur sjúkdómur sem herjar á margar fjölskyldur. Tilgangur bókarinnar er að skapa umræður milli foreldra og barna um sjúkdóminn, meðferðir, tilfinningar og þær breytingar sem geta átt sér stað hjá fjölskyldunni.

Barnabókin segir sögu Eddu sem er 7 ára lífsglöð stúlka, þegar móðir hennar greinist með krabbamein. Edda segir frá daglegu lífi sínu og fjölskyldunnar á meðan sjúkdómsferli móður hennar stendur.

Bókin er til sölu hjá Kirkjuhúsinu og Eymundson. Einnig er hægt að kaupa bókina hjá Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu www.karitas.is, sími 551 5606 eða senda póst til karitas@karitas.is

Krabbameinið hennar mömmu


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica