Sólblóm

Af hverju sérhæfð líknarþjónusta?

Sérhæfð líknarþjónusta getur aðstoðað þig og fjölskyldu þína við að bæta lífsgæði og dvelja heima með því að miðla þekkingu og úrræðum, veita stuðning og viðeigandi hjúkrunar- og læknameðferð.

Sérhæfð líknarþjónusta er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna. Jafnframt starfa heimahjúkrun, sjúkraþjálfar, næringarfræðingar, prestar og aðrir fagaðilar í nánu samstarfi við teymið.

Tvær sérhæfðar líknarþjónustur eru í boði á Íslandi; HERA - sérhæfð líknarþjónusta sinnir stór Reykjavíkursvæðinu og Heimahlynning Akureyrar sem sinnir stór Akureyrarsvæðinu


Sérhæft eftirlit og einkennameðferð

Eftirlit með einkennum er eitt lykilatriða til að bæta líðan og auka lífsgæði.

Lesa meira

Lyfjanotkun er óhjákvæmilegur fylgifiskur krabbameina og meðferða

Umsjón sérhæfðra aðila með lyfjum, lyfjatiltekt í vikubox og lyfjapöntun getur minnkað álag á sjúkling og aðstandendur. Lyfjapantanir eru ávallt í samráði við lækni hvers sjúklings.

Lesa meira

Að geta sinnt daglegri umönnun er öllum mikilvægt.

Sérhæfð líknarþjónusta í samvinnu við heimahjúkrun og félagsþjónustu bíður upp á aðstoð við helstu þætti daglegrar umönnunar.

Lesa meira

Meðferð sára, fræðsla og kennsla

Sáraskiptingar heima léttir álag og ferðir á LSH. Sjúklingar og aðstandendur fá fræðslu og kennslu varðandi eigin sáraumhirðu. Jafnframt er leitað úrræða og ráðleggingar fengnar hjá bestu sérfæðingum á sviði sárameðferða.

Lesa meira

Endurhæfing og sjúkraþjálfun

Krabbameinsendurhæfing er tímabundið ferli sem kemur í veg fyrir og dregur úr líkamlegum, sálrænum og félagslegum afleiðingum krabbameins.

Heimasjúkraþjálfun og sogæðanudd er eitt af því sem er í boði fyrir sjúklinga sem dvelja heima.

Lesa meira

Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf

Með fræðslu, stuðningi og oft verklegri kennslu öðlast sjúklingurinn og fjölskylda hans verkfæri í hendur til að halda áfram og takast á við ný verkefni.

Lesa meira

Fjölskylduviðtöl, einstaklingsviðtöl og viðtöl við börn

Starfsfólk sérhæfðrar líknarþjónustu hafa flestir áralanga og sérhæfða reynslu á sviði krabbameinshjúkrunar, fjölskylduhjúkrunar og ráðgjafar meðal annars vegna barna.

Lesa meira

Hjálpartæki og fyrirkomulag heima

Hjálpartæki og fyrirkomulag heima getur skipt sköpum að bæta aðgengi, öryggi og vellíðan. Aðstæður heima eru metnar hvað varðar þörf á hjálpartækjum og betra fyrirkomulagi.

Lesa meira

Samhæfing meðferðar

Sérhæfð líknarþjónusta getur verið tengiliður skjólstæðinga sinna og fjölkyldu hans við aðrar fagstéttir og nærumhverfið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica