Sólblóm

Hreyfing og krabbamein

Umsjón Atli Már Sveinsson, íþrótta- og heilsufræðingur MSc.

Einstaklingar sem eru að glíma við langvinn veikindi svo sem krabbamein er ráðlagt að hreyfa sig eins og geta og heilsa þeirra leyfir. Einhver hreyfing er alltaf betri en engin og mikilvægt er að forðast kyrrsetulíf.

Hægt er að draga úr mörgum aukaverkunum og bæta lífsgæði með því að huga að heilbrigðum lífsstíl og reglulegri hreyfingu.

Vísbendingar benda sterklega til þess að stunda hreyfingu meðan á meðferð stendur og eftir hana, geti aukið þol, liðleika, vöðvastyrk, líkamlega virkni, og almenn lífsgæði. Einnig hefur sýnt sig að hreyfing getur dregið úr þreytu, ógleði, kvíða og ýmsum öðrum langvinnum sjúkdómum.

Í almennum leiðbeiningum fyrir hreyfingu er bent á eftirfarandi viðmið:

Vikuleg hreyfing ætti að vera 150 mínútur (30 mínútur 5 daga vikunar) af miðlungs ákefð t.d. ganga, hjóla eða 75 mínútur (15 mínútur 5 daga vikunnar) af mikilli áreynslu (t.d. hlaupa, hjóla, synda).

Hægt er að skipta hreyfingunni niður í styttri lotur allt eftir því hvað hentar hverjum og einum t.d. hreyfa sig tvisvar sinnum 15 mínútur á dag eða jafnvel þrisvar sinnum 10 mínútur.

Hvað styrkleikaþjálfun varðar þá er mælt með a.m.k. tveimur æfingum á viku sem vinna á öllum stæstu vöðvahópunum (fætur, mjaðmir, kviður, bak, brjóstsvæði, axlir og hendur). Mælt er með að liðleikaþjálfun fari fram á sömu dögum og aðrar æfingar fara fram og að teygt sé á öllum stóru vöðvahópunum.

Tegund krabbameins og áhrif meðferðar getur haft mikið að segja þegar kemur að því að hreyfa sig. Hafa verður í huga að þjálfunina getur þurft að sníða að einstaklingsþörfum út frá getu og heilsu hverju sinni.


Upplýsingar um höfund og umsjónarmann:

Atli Már Sveinsson útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2011 sem íþrótta- og heilsufræðingur auk kennsluréttinda í íþróttum. Hann lauk meistaragráðu í íþróttafræðum frá University of Northern Colorado vorið 2013 með sérhæfingu í þjálfun fólks með krabbamein. Hluti af náminu fór fram í The Rocky Mountain Cancer Rehabilitation Institude (RMCRI) sem er fyrsta krabbameins endurhæfingarstöð sinnar tegundar í Bandaríkjunum og öðlaðist þar réttindi sem Cancer Excercise Specialist. Meðfram meistaragráðunni lauk hann einnig réttindum sem Health Fitness Specialist frá American College of Sports Medicine (ACSM). 

Atli er starfandi þjálfari hjá Heilsuborg og hefur einnig verið að vinna fyrir Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands

Netfang: atlisveins@heilsuborg.is 
Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica