Sólblóm

Sjúkraþjálfun í heimahúsum

Samantekt: Monique van Oosten, sjúkraþjálfari BSc

Sjúkraþjálfun í heimahúsum er ætluð fyrir fólk sem ekki á heimangengt til að sækja sjúkraþjálfun utan heimilis síns. Aðalmarkmið sjúkraþálfunar í heimahúsi er að gera einstaklingum kleift að dvelja sem lengst heima við.

Heimasjúkraþjálfun annast sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sem vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Viðkomandi sjúkraþjálfari skoðar þörf fyrir meðferð, setur upp meðferðaráætlun og sækir um þjónustu fyrir skjólstæðing til Sjúkratrygginga Íslands sem greiðir fyrir meðferð.

Af einstökum þáttum sjúkraþjálfunar sem nýst geta sjúklingum heima má nefna ráðleggingar og fræðslu, verkjameðferð, sogæðameðferð, styrkjandi - og liðkandi æfingar, göngu- og jafnvægisþjálfun. Einnig útvegun hjálpartækja frá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands. 


Sjúkraþjálfari Karitas

Monique van Oosten sjúkraþjálfari BSc, hefur unnið sem sjúkraþjálfari í heimahúsum sl. 14 ár. Monique lauk námi árið 1981 í Amsterdam, Hollandi. Hún flutti til Íslands vegna atvinnuleysi í Hollandi á sínum tíma og hefur unnið sem sjúkraþjálfari hér á landi síðan. Krabbameinssjúkdómar, hjarta-og lungnasjúkdómar hafa vakið athyglina hennar og hún sótt ýmis námsskeið þessu tengt, þar á meðal sogæðameðferð (lymphedrainage) og þjálfunarlífeðlisfræði.

Monique veitir heimasjúkraþjálfun og sogæðameðferð.


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica