Sólblóm

Endurhæfing og sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfar sem eru sérhæfðir í þjálfun og uppbyggingu krabbameinsveikra starfa fyrir Karitas. Við bendum einnig á heilsuræktarstöðvar sem bjóða upp á sérhæft eftirlit sjúkraþjálfa.

 

Norræn samtök krabbameinsfélaga (e. Nordic Cancer Union) hafa það markmið að endurhæfing verði samfellur hluti af sjúkdómsferli allra krabbameinssjúklinga á Norðurlöndum. Þeirra hugmyndafræði gengur út frá að endurhæfing eigi sér stað frá upphafi greiningar til endaloks lífs.

Krabbameinsendurhæfing er tímabundið ferli sem kemur í veg fyrir og dregur úr líkamlegum, sálrænum og félagslegum afleiðingum krabbameins. Endurhæfing getur bætt lífsgæði og komið í veg fyrir þróun annarra sjúkdóma.                                                                                

Markmið endurhæfingar

Endurhæfing er þverfagleg, einstaklingsmiðuð nálgun þar sem sjúklingurinn og fjölskylda hans eru höfð í fyrirrúmi.

Endurhæfingin getur verið fólgin í þjálfun, nuddi, sérhæfðu fæði, aðstoð varðandi hjálpartæki, viðtölum og ekki síst að byggja upp fjölskylduna og þjálfa hana til að takast á við breyttar aðstæður.

Stuðlað er að því að sjúklingur fái endurhæfingu sem felst m.a í sjúkraþjálfun ásamt stuðningi og fræðslu til að takast á við sjúkdóm og afleiðingar hans.

Endurhæfingaráætlun krabbameinssjúklinga hefur það markmið að vera fyrirbyggjandi, draga úr aukaverkunum og síðbúnum áhrifum.

Sjúkraþjálfun er hægt að fá heim einnig er hægt að fá sérhæfða þjónustu hjá sjúkraþjálfunarstöðvum og líkamsræktarstöðum.

Mikilvægi hreyfingar

 • Þrátt fyrir veikindi er oftast betra að hreyfa sig en miða hreyfinguna að getu hverju sinni.
 • Hreyfing getur farið fram í liggjandi, sitjandi eða standandi stöðu eða falist í rólegum göngum innan- eða utanhúss.
 • Hreyfing örvar sogæðakerfi líkamans, hjarta-og lungnastarfsemi og liðkar liðamót.
 • Betra er að hreyfa sig rólega án þess að mæðast, þannig eykur hreyfingin orkubúskap líkamans sem hefur jákvæð áhrif á þrek og þol, verki og andlega líðan.                                                                       
 • Hreyfing  með réttu álagi veitir vellíðan. Sjúkraþjálfari er sérhæfður í því að finna rétt álag fyrir hvern og einn.

Rannsóknir

Nýlegar rannsóknaniðurstöður Macmillan Cancer Support sýna að líkamsrækt skiptir máli í bataferli krabbameinssjúklinga.
Með meiri hreyfingu geta einkenni eins og þreyta og depurð minnkað. Á síðu samtakanna er hægt að lesa um og horfa á hjálplegar upplýsingar.

 

Við bendum á:

 

Grensás - endurhæfing

 • Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Stundum er um að ræða marga sjúkdóma samtímis.  
 • Endurhæfingardeildin á Grensási sinnir fyrst og fremst sjúklingum sem koma frá öðrum deildum Landspítala.

Heilsuborg 

 

Heimasjúkraþjálfun

 

Ljósið

 

 • Aðstoð við gerð endurhæfingaráætlunar og markmiðsetningar
 • Líkamleg einstaklingshæfð endurhæfing
 • Nudd
 • Meðferð við sogæðabjúg
 • Jóga

 

Sjúkraþjálfun Fossvogi, B1. Sími: 543 9134

 • Einstaklingsmeðferð
 • Meðferð við sogæðabjúg
 • Þjálfun í tækjasal undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfun Hringbraut, 14 D. Sími: 543 9300

 • Sérhæfð ráðgjöf og einstaklingsmeðferð fyrir konur sem farið hafa í aðgerð á brjósti og holhönd
 • Þjálfun í tækjasal undir leiðsögn sjúkraþjálfara

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica