Sólblóm

Sogæðanudd

Samantekt: Monique van Oosten, sjúkraþjálfari BSc

Um sogæðakerfið

Sogæðavökvi er það vökvamagn sem bláæðakerfi líkamans skilur ekki á ný inn í blóðrásina. Sogæðavökvinn fer með sogæðum og inniheldur stærri frumur eins og prótein, úrgangsefni og fitufrumur. Í sogæðakerfinu eru sogæðaháræðar sem byrja undir húð og safnast saman í stærri æðar. Eitlar s.s. í nárum, undir holhöndum en einnig í kringum líffæri tilheyra einnig sogæðakerfinu og hafa meðal annars síunarhlutverk.

Bakteríur, vírusar, dauðar frumur og ýmis eiturefni eru brotin niður og síuð frá. Sogæðakerfið myndar að lokum sogæðasafnæð í brjóstholinu sem tæmir sig í bláæð efst í brjóstholinu. Þaðan fer sogæðavökvinn til nýrna og skilst út úr líkamanum.

Hvað er sogæðabjúgur

Sogæðabjúgur er samsöfnun sogæðavökva í vefi líkamans. Sogæðabjúgur myndast þegar sogæðakerfið starfar ekki eðlilega vegna þess að eitlar eru fjarlægðir eða vegna krabbameinsmeðferðar sem getur haft minnkaða flutningsgetu sogæðakerfisins í för með sér.  

Meðferð við sogæðabjúg

Í fyrstu er áhersla lögð á að koma hreyfingu á sogæðakerfið og færa burt þann vessa sem hefur stöðvast með sogæðanuddi. Sogæðanudd er sérhæft nudd. Nuddið er mjög létt og á ekki að framkalla ertingu né sársauka. Árangri er síðanvreynt að viðhalda með æfingum og aðhaldi sem getur falist í stuðningshólkum/sokkum eða jafnvel með vafningi. 

Stuðningurinn kemur í veg fyrir að sá vessi sem er færður burt með sogæðanuddinu sígi aftur til baka í útliminn. Æfingar eru mikilvægar þar sem þær ásamt stuðningnum örva flæði sogæðavökvans til baka út í blóðrásina. Einnig þarf að hugsa vel um húðina.

Sogæðabjúgur eykur hættu á húðsýkingum og því er hreinlæti nauðsynlegt ásamt því að næra húðina vel.                                

Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica