Sólblóm

Meðferð sára, fræðsla og kennsla

Sáraskiptingar heima léttir álagi og ferðir á LSH. Sjúklingar og aðstandendur fá fræðslu og kennslu varðandi eigin sáraumhirðu. Jafnframt er leitað úrræða og ráðleggingar fengnar hjá bestu sérfæðingum á sviði sárameðferða.

  • Sáravarnarbúnaður

Sótt er um viðeigandi hjúkrunarvörur til Sjúkratrygginga Íslands-Hjálpartækjamiðstöð eða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stæsti hluti hjúkrunarvara og umbúða er sjúklingum að kostnaðarlausu.

Sár og/eða sáraskipting getur verið vegna:

  • Sáramyndun í tengslum við aðgerðir
  • Ristilstoma
  • Blöðrustoma
  • Inngrip vegna næringar beint í maga / kvið
  • Þrýstingssár
  • Sáramyndun vegna æxlisvaxtar
  • Reglubundið eftirlit og umbúðaskipti vegna lyfjabrunns og/eða æðaleggs

Sáramiðstöð

 

Sáramiðstöð Landspítala er á göngudeild skurðlækninga B3 í Fossvogi. Opið kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

Sáramiðstöð er þverfagleg starfsemi með aðkomu æðaskurðlækninga, húðlækninga, lýtalækninga, innkirtlalækninga, smitsjúkdómalækninga, bæklunarlækninga, fótaaðgerðafræðings og hjúkrunarfræðinga. Lögð er áhersla á greiningu og ráðgjöf við meðferð langvinnra sára. Að loknu mati á sáramiðstöð er ákveðið hvort þörf er á frekari meðferð eða eftirfylgd á Sáramiðstöð.

 

Tilvísun frá fagaðila þarf til að bóka tíma á sáramiðstöð. Tilvísandi aðili getur t.d. verið læknir, hjúkrunarfræðingur, fótaaðgerðafræðingur.

Gera má ráð fyrir allt að þriggja vikna bið eftir tíma á Sáramiðstöð.


Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica