Sólblóm

Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf

Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf er viðamikill þáttur í starfsemi sérhæfðrar líknarþjónustu

Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf er viðamikill þáttur í starfsemi sérhæfðrar líknarþjónusta en langvinn veikindi eins og krabbamein hafa víðtæk sálfélagsleg áhrif á nær og fjær umhverfi sjúklings og fjölskyldu hans. Með fræðslu, stuðningi og oft verklegri kennslu öðlast sjúklingurinn og fjölskylda hans verkfæri í hendur til að halda áfram og takast á við ný verkefni.

Sérhæfð þjónusta eins og HERA bíður upp á:

  • Símaráðgjöf til sjúklings, fjölskyldu eða annarra fagaðila.
  • Samskipti gengum Skype, Facetime eða netpóst.
  • Lausnamiðaða nálgun á félagslegum vandamálum með því að koma sjúklingi og fjölskyldu hans samband við félagsráðgjafa, hverfisskrifstofu eða aðra aðila sem gætu leyst vandamálin.
  • Ræða við skóla og/eða leikskóla barna.
  • Fræðslu og verklega kennslu í umönnun sjúklings. Kennslan getur meðal annars falið í sér sáraskiptingar, lyfjagjafir, næringargjafir eða umönnun í rúmi.

Skoðið nánari umfjöllun um "Fjölskylduviðtöl, einstaklingsviðtöl og viðtöl við börn"Var efnið hjálplegt? Nei

Þetta vefsvæði byggir á Eplica