Sólblóm

Saga Karitas vefsíðu

Vefsíðan er eign Karitas ehf. og starfrækt af eigendum Karitas.

Karitas vefsíða um krabbamein er fyrir þig, fjölskyldu og vini.


Á vefsíðunni getur þú fundið samræmdar, þverfaglegar upplýsingar um krabbamein og tengd vandamál sem gjarnan fylgja í kjölfar slíkra greininga.

Aðgengilegar krækjur eru inn á aðra vefi sem gætu gagnast þér, fjölkyldu þinni og vinum.

Vefsíðan er eign Karitas ehf. og starfrækt af eigendum Karitas. Eigendur eru hjúkrunarfræðingarnir Ásdís Þórbjarnardóttir sem jafnframt er umsjónar- og hugmyndaráðgafi síðunnar, Berglind Víðisdóttir, Bergþóra Jóhannsdóttir og Valgerður Hjartardóttir. Eigendur Karitas hafa áratuga sérhæfða reynslu á sviði krabbameinshjúkrunar, fjölskylduhjúkrunar og ráðgjafar.

Hjúkrunarfræðingar Karitas stofnuðu vefsíðuna árið 2011 þar sem þeir fundu vaxandi þörf hjá skjólstæðingum sínum fyrir rafrænar upplýsingar. Von þeirra er að vefsíðan geti komið til móts við þá þörf.

Hugmyndafræði Karitas vefsíðu var valin þátttakandi í frumkvöðlakeppni Innovit um gulleggið árið 2010. Þátttakan veitti reynslu og góðan meðbyr.

Hugsmiðjan velur árlega samfélagsverkefni og var Karitas vefsíða valin verkefni Hugsmiðjunar árið 2011. Hugsmiðan gaf vefhönnun síðunnar sem var ómetanlegt.

staff1staff3karitas_bergthorastaff6


Allar ábendingar varðandi vefsíðuna eru velþegnar.

Vinsamlega sendið ábendingar á netfangið karitasvefur@karitas.is.


Engin grein fannst.


Var efnið hjálplegt? NeiÚtlit síðu:


Flýtival


Þetta vefsvæði byggir á Eplica