Börn
Ég veit fátt skemmtilegra en að mynda börn. Hafandi myndað fjölda barna og verandi sjálf móðir tveggja ungra fjörkálfa er ég mjög vel meðvituð um að börn eru fæst til í að stilla sér upp og gera yfirleitt þvert á það sem þeim er sagt. Fyrir mér er myndataka af börnum ekki eitthvað sem hægt er að þvinga og legg ég því mikið upp úr því að takan sé í takt við orku hvers barns fyrir sig. Því minni pressa sem sett er á barnið skilar sér yfirleitt í fallegri og eðlilegri myndum af barninu sem eru svo mikilvægar til varðveislu frá þessum dýrmætu árum.
Þegar barnamyndataka er bókuð er ákveðið hvort hún fari fram á heimili barnsins, utandyra eða í stúdíói. Eftir tökuna fær sá sem bókaði tökuna aðgang af rafrænu myndasafni og þar sem foreldrar þekkja börnin sín best hafa þau fulla stjórn á að velja þær myndir sem þau vilja og er því greitt fast verð fyrir tökuna sjálfa og svo greitt hverja mynd fyrir sig.














