Fjölskyldur


Þegar ég mynda fjölskyldu legg ég mikið upp úr persónulegri þjónustu og hlusta á óskir hjá hverjum og einum til að fanga dýrmæt augnablik fjölskyldunnar. Fjölskyldur eru eins ólíkar og þær eru margar en ómetanlegt er að eiga myndir af þeim sem standa sér næst. Í tökunni eru bæði hópmyndir ásamt einstaklingsmyndum eða myndum af afmörkuðum hóp innan fjölskyldunnar td. foreldra eða systkinamyndir.


Val er um töku í stúdió, utandyra eða í heimahúsi. Greitt er fast verð fyrir tökuna sjálfa. Eftir tökuna fær sá sem bókaði tökuna aðgang að rafrænu myndasafni með sýnishornum þar sem valdar eru þær myndir sem skilast full unnar í fullri upplausn fyrir vef og prent og er greitt fast verð fyrir hverja mynd.


Miðað við er að takan sé um 60-75 mínútur og er frjálst að hafa fataskipti á þeim tíma.