Karítas Sveina Guðjónsdóttir


Ég er 30 ára tveggja barna móðir, búsett í Reykjavík.

Frá því ég var ung hefur mér fundist fátt skemmtilegra en að mynda allt og alla í kringum mig og er það gamall draumur að fá að starfa sem ljósmyndari. Ég hef lengi safnað að mér kunnáttu héðan og þaðan en ákvað svo að skrá mig í nám og útskrifaðist ég úr ljósmyndun við Tækniskólann vorið 2024.


Áhugasvið mitt innan ljósmyndunar er enn í nokkurri mótun og mismunandi svið ljósmyndunar heilla mig á ólíka vegu. Allt frá því að grípa augnablikið í sinni raunverulegu mynd til varðveislu og heimildaröflunar yfir í að stilla upp myndefni og vinna í móta það að fullkomnun, hvort hefur sinn sjarma.


Ég útskrifaðist einnig úr förðunarfræði frá Reykjavík Makeup School vorið 2018 og tek að mér ýmis förðunarverkefni samhliða ljósmyndun


Ekki hika við að hafa samband fyrir fleiri upplýsingar