Fæðingarheimili Reykjavíkur
Þegar ég lærði heimildaljósmyndun fengum við það verkefni að velja viðfangsefni sem þótti áhugavert til að fylgjast með yfir ákveðið tímabil og setja upp sem myndræna heimildafrásögn.
Ég fékk leyfi hjá yndislegu starfsfólki Fæðingarheimilis Reykjavíkur að fylgjast með og mynda þá fjölbreyttu starfsemi sem þær bjóða upp á fyrir verðandi mæður og foreldra á barneignartímabilinu.
Hér má sjá brot af því sem ég myndaði á fæðingarheimilinu














