Meðgöngumyndataka
Að fanga kvenlíkamann á því magnða ferli sem meðganga er þykir mér stórkostlegt og er ómissandi fyrir allar verðandi mæður að eiga fallegar myndir af þessu dýrmæta tímabili.
Val er um töku í studio, utandyra eða í heimahúsi eftir samkomulagi.
Takan er um 60-90 mínútur og leyfilegt er að hafa fataskipti eins oft og kosið er á þeim tíma. Makar eru velkomnir með í þessa töku.
Ákjósanlegasti tíminn fyrir meðgöngumyndatöku er á viku 27-34.














